Karlalið ÍBV gerði 1:1 jafntefli gegn toppliði FH í dag á Hásteinsvelli. FH hefur ekki tapað leik í sumar á meðan ÍBV hefur aðeins unnið þrjá leiki í deildinni og því reiknuðu eflaust flestir með sigri Hafnfirðinga. En heilt yfir var ÍBV betri aðilinn í leiknum. Eiður Aron Sigurbjörnsson var á varamannabekknum í kvöld en þetta var í síðasta sinn í bili sem hann er í leikmannahópi ÍBV í sumar, þar sem �?rebro kallaði hann heim úr láni og lánaði hann svo áfram til Sandnes Ulf. Dálítið sérstakt en eflaust telja Svíarnir meiri möguleiki á að fá eitthvað fyrir Eið Aron hjá norska liðinu en ÍBV.
En aftur að leiknum. ÍBV byrjaði betur og Jonathan Glenn hefði átt að koma ÍBV yfir strax í byrjun þegar hann slapp í gegnum vörn FH en markvörður Hafnfirðinga sá við honum með góðu úthlaupi. FH komst hins vegar yfir eftir klaufagang í vítateig ÍBV á 33. mínútu en aðeins átta mínútum síðar jafnaði Glenn metin þegar hann stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Víðis �?orvarðarsonar.
FH-ingar byrjuðu svo betur í seinni hálfleik en Eyjamenn unnu á. Gunnar �?orsteinsson bjargaði á línu eftir skot Atla Guðnasonar á 69. mínútu. Bæði lið fengu nokkur hálffæri en í lokin reyndu leikmenn beggja liða allt til að skora sigur markið. Glenn kom boltanum í netið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og vildu einhverjir meina að Glenn hafi verið réttstæður. Víðir fékk svo líklega besta færi leiksins þegar Jökull Elísabetarson sendi fasta sendingu fyrir mark FH og Víðir var einn fyrir framan mark FH en skaut yfir af markteig. Atli Viðar Björnsson fékk stuttu síðar ágætt færi þegar hann skallaði í slánna og yfir. En fleiri urðu mörkin ekki.
�?ó Eyjamenn þakki fyrir hvert stig, gæti farið svo að ÍBV verði í fallsæti eftir 15. umferðina. ÍBV er nú í 10. sæti með 14 stig, tveimur stigum meira en Fram sem leikur gegn Val á morgun. �?annig að ef Fram vinnur, þá kemst Safamýrarliðið upp fyrir ÍBV.
Hvar eru stuðningsmennirnir?
Umfjöllun um leikinn verður ekki lokið nema að minnast á aðsókn á leik ÍBV. Aðsóknin í sumar hefur sannarlega verið léleg, nema þá í bikarleiknum gegn KR. Í dag mættu aðeins 403 áhorrfendur á leikinn, þar af stór hópur FH-inga. �?etta er lélegasta mætingin á leik ÍBV í sumar í deildinni. Ekki þarf að óttast rigninguna, ekki síst þegar nánast logn er eins og í dag enda er þá ágætt skjól í nýju stúkunni. Eyjaliðið þarf svo sannarlega á stuðningi að halda í síðustu leikjunum en nú eru aðeins þrír heimaleikir eftir. Stuðningsmenn þurfa því heldur betur að hysja upp ermarnar og fara styðja við sitt lið ef ekki á illa að fara.