Í nótt var eitt ár liðið frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst. Í því tilefni heldur Háskóli Íslands dagskrá um gosið milli 5 og sjö síðdegis. Þar verða fluttar stuttar tölur um gosið sjálft og áhrif þess á fólk og náttúru. Annað kvöld verður svo opnað safn um gosið á Þorvaldseyri. Bændur þar standa að safninu.