Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en hins vegar ekki nein alvarleg mál sem komu upp. Frekar rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og á þeim stöðum þar sem fólk kom saman. Eitthvað var um ágreining á milli aðila án teljandi vandræða. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en lögreglan hafði afskipti af aðila sem grunaður var um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Við leit á heimili hans framvísaði hinn grunaði smáræði af kannabisefnum. Málið telst að mestu upplýst.