Á fundi sem Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, hélt með starfsfólki í gær kom fram að skurðstofan verður einungis opin á daginn virka daga. �?að þýðir að flestar fæðingar flytjast upp á land. Gunnar segir ekki annað í stöðunni því peningar séu ekki til. Skýrslur starfshópa, sem áttu að liggja fyrir 1. nóv. sl., hafa enn ekki litið dagsins ljós.
�??Á fundinum fór ég yfir stöðuna og hvaða fjárveitingar við fáum á þessu ári,�?? sagði Gunnar í samtali við Eyjafréttir í morgun. �??�?g gaf líka út að ekki verða settar vaktir á skurðstofunni. Ástæðan er einföld, það eru ekki til peningar.�??
Gunnar sagði að þó ekki sé svæfingalæknir geti skurðlæknirinn, Smári Steingrímsson, sinnt allt að 80 prósent tilfella sem upp koma. �??En þetta þýðir að fæðingar færast að miklu leyti upp á land á meðan.�??
Aðspurður um skýrslur starfshópa sem áttu að leggja fram tillögur um rekstur stofnunarinnar sagðist hann ekki hafa séð þær ennþá.
Nánar í vikublaði Eyjafrétta.