Enginn veitingastaður verður í Eldheimum eins og áður var áætlað. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku en bæjaryfirvöld höfðu auglýst eftir áhugasömum aðilum til að halda úti veitingarekstri í safninu, sem opnað verður í sumar. Veitingamenn í Eyjum gagnrýndu fyrirkomulagið og töldu ekki eðlilegt að bæjaryfirvöld væru að fara í samkeppni við einkarekna veitingastaði í bænum.
�??Fyrir liggur að frá því að Eldheimar voru hannaðir hafa fjölmargir veitingastaðir víða um bæ verið opnaðir. Af þeim ástæðum þykir bæjarráði rétt að staldra við áður en opnaður verður fullbúinn veitingastaður þar. Bæjarráð samþykkir því að allri veitingasölu verði mjög svo stillt í hóf og verði nær því sem er til að mynda í �?jóðmenningahúsinu (lítill kaffibar og einfalt meðlæti) og víðar,�?? segir í bókun bæjarráðs.
�?rátt fyrir að hafa fallið frá því að vera með veitingastað í Eldheimum, er áætlað að þar verði aðstaða fyrir veitingamenn og hægt verður að leigja veislusal í húsinu. �??Eftir sem áður telur bæjarráð mikilvægt að nýta húsnæði Eldheima sem best þannig að það styðji við þá miklu grósku sem er í veitingarekstri og annarri ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Í því samhengi ber til að mynda að horfa til þess að rými á efri hæðinni sem áður var hugsað sem veitingastaður nýtist einnig sem veislusalur sem allir þjónustuaðilar, sem og bæjarbúar, í Eyjum geta leigt fyrir einstök tækifæri og nýtt til að styðja við sinn rekstur,�?? segir í bókuninni.