Mæling sem gerð var í Landeyjahöfn í gær kom ekki nógu vel út. Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar án dýpkunar nema við bestu mögulegu aðstæður og á flóði. �?etta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum.
�?á segir að spáð sé 2,5-3 metra ölduhæð fram að helgi, svo útlit fyrir siglingar í Landeyjahöfn næstu daga er ekki gott. Herjólfur mun því sigla áfram til �?orlákshafnar þar til annað verður tilkynnt.
Brottför frá Vestmannaeyjum 08:00 og 15:30
Brottför frá �?orlákshöfn 11:45 og 19:15
Ef aðstæður lagast og fært verður í Landeyjahöfn þá verður send út tilkynning.
Farþegar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu www.saeferdir.is og á Facebook síðu Herjólfs. Ef gera þarf breytingu á áætlun verður send út tilkynning. Farþegum er ráðlagt að skilja ekki eftir bíla í höfninni þar sem óvissa er með í hvor höfnina er siglt og farþegar lent í vandræðum vegna þess.