Ástand lundastofnsins eru flestum Eyjamönnum áhyggjuefni. Varp lundans hefur undanfarin ár misfarist og er ætisskorti kennt um. Einhverjar bjartsýni gætir nú hjá lundakörlum um að eitthvað sé að birta til. Einn af þeim sem alla sína tíð hefur fylgst glöggt með lundanum auk þess að vera veiðimaður í Bjarnarey, er Haraldur Geir Hlöðversson. Halldór Halldórsson ræddi við hann um ástand og horfur hjá lundanum.