Sýningin Eldheimar í Vestmannaeyjum er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Lilja Kristín �?lafsdóttir landslagsarkitekt á Landmótun hannaði umhverfi Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson var sýningarhönnuður, Gagarín hannaði gagnvirka sýningarhlutann og Margrét Kristín Gunnarsdóttir er arkitekt Eldheima.
�??Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta,�?? segir í umsögn dómnefndar.
Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent 24. nóvember n.k.