Árlegt Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóð yfir dagana 23. – 28. nóvember. Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn á slökkvistöðina þar sem Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri og hans menn tóku á móti hópnum. Fræddu þeir nemendur um nauðsynlegar eldvarnir og öryggi heimilisins.