Elísa Viðarsdóttir, fyrrum fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV hefur ákveðið að söðla um og halda á vit nýrra ævintýra. Hún tilkynnti forráðamönnum ÍBV að hún myndi ekki spila með liðinu næsta sumar en það lá ljóst fyrir að hugurinn leitaði í atvinnumennsku en Valur var jafnframt nefnt sem hugsanlegur áfangastaður. Nú er hins vegar komið í ljós að Elísa mun leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, þar sem systir hennar, Margrét Lára lék þar til hún tók sér frí vegna barneigna en Elísa gerði eins árs samning við félagið.
Elísa var að vonum ánægð með nýjustu tíðindin þegar Eyjafréttir höfðu samband við hana. �??Jú ég er mjög ánægð með þetta. �?etta er eitt stærsta stökk sem ég hefði getað tekið eins og staðan er hjá mér í dag. Sænska deildin er ein sú sterkasta í heimi og því er þetta mikil áskorun fyrir mig. �?að var alveg inn í dæminu að færa mig um set á Íslandi en ég taldi að ég gæti náð mestum framförum á því að fara til Svíþjóðar.�??
Nú hefur systir þín spilað hjá félaginu meira og minna síðan 2009. �?ekkir þú ekki vel til félagsins?
�??Já að einhverju leyti. �?egar að ég hef farið og heimsótt Margréti hef ég fengið að æfa með liðinu. �?g þekki Elísabetu þjálfara ágætlega sem og Sif Atla og Guðnýju Björk úr landsliðinu. �?g viðurkenni það fúslega að það er ákveðið öryggi að vita af þeim Sif og Guðnýju þegar að maður er að stíga sín fyrstu skref í nýju liði og í öðru landi. �?ær eru nánast orðnar eins og innfæddar þannig að þær munu hjálpa mér að komast inn í hlutina til að byrja með.�??
Reiknarðu með því að spila með Margréti Láru hjá Kristianstad þegar hún kemur úr barneignarfríi?
�??�?að er rosalega erfitt að segja en ef allt gengur vel hjá henni er aldrei að vita. �?að væri alveg rosalega gaman að fá að upplifa drauminn með henni.�??
Áttu von á því að komast í byrjunarliðið strax á næsta tímabili?
�??�?að er erfitt að segja að svo stöddu, að sjálfsögðu er það markmiðið en ég þarf að leggja á mig mikla vinnu til þess að það takist. Ef ég slepp við öll meiðsli þá er ég alveg ákveðin í að vinna mér sæti í liðinu. �?g stefni líka að því að læra tungumálið eins hratt og mögulegt er, það auðveldar manni hlutina mjög mikið bæði innan sem utan vallar. Um leið og manni fer að líða vel fer maður að spila vel svo ég tel það mikilvægt að komast vel inn í hlutina fljótt.
Elísa er í landsliðshópi A-landsliðsins og hefur verið viðloðandi liðið, þótt tækifærin á vellinum hafi verið fá til þessa. Hún segist stefna á að komast lengra með landsliðinu. �??Með því að skrifa undir samning í Svíþjóð þýðir ekki að ég sé að skrifa undir samning hjá landsliðinu. Með því að fara til Svíþjóðar er ég að færa mig í deild með mörgum af bestu leikmönnum í heimi og það hjálpar mér sjálfri að verða betri leikmaður. �?g mun hafa mikinn tíma í að æfa undir handleiðslu góðra þjálfara og það mun hjálpa mér að komast nær markmiðum mínum sem eru að komast á stall meðal þeirra bestu. Ef allt gengur upp mun það hjálpa mér að komast nær því að tryggja mér sæti í landsliðinu.�??
Elísa stefnir á að fara út í loka mánaðarins og við taka æfingar hjá sænska félaginu. Hún gerði ??? langan samning en hún bætir því við að hún sé ÍBV þakklát. �??�?g vil þakka fyrir frábæra tíma sem ég hef átt hjá félaginu. �?g vil sérstaklega þakka Jóni �?la, liðsfélögum, stjórn og stuðningsmönnum fyrir frábæra samvinnu. �?g vil einnig óska stelpunum góðs gengis næsta sumar. Áfram ÍBV, alltaf og alls staðar,�?? sagði Elísa að lokum.