Elísa Viðarsdóttir, leikmaður ÍBV nýtti tækifærið vel þegar hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins en Elísa átti mjög góðan leik í miðverðinum þar sem hún lék við hlið landsliðsfyrirliðans, Katrínar Jónsdóttur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur ákveðið að Elísa byrji aftur gegn Dönum í dag klukkan 11 í leik um 5. sætið á Algarve Cup.