Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV og leikmaður íslenska landsliðsins, er íþróttamaður ársins 2012 í Vestmannaeyjum. Elísa er vel að útnefningunni komin enda fór hún fyrir liði ÍBV í sumar sem náði frábærum árangri, auk þess að vera í leikmannahópi íslenska landsliðsins. Þess má til gamans geta að systir Elísu, Margrét Lára, var einmitt íþróttamaður ársins 2004.