Pétur á nú í safni sínu um 60 dósir víðsvegar að úr heiminum en hann hefur tekið í nefið frá því að hann var 17 ára. Í jólablaði Sunnlenska kom fram að hann hefði ekki í hyggju að hætta.
Hver dós er einstök og flestar eru handsmíðaðar. Dósirnar eru flestar úr silfri en aðrar eru úr fílabeini, hval-tönnum, skeljum, tini, timbri, hornum, agati, bjarndýratönn og ein er smíðuð úr hóf af hesti. Sumar eru mjög gamlar og elstu er allt frá 1700 ef ekki eldri.
�?�?g byrjaði fyrir um fimm árum að safna dósum. �?g átti orðið nokkrar dósir sem ég hafði erft eftir afa mína og fengið sem gjafir. Síðan var ég alltaf að skoða á netinu dósir sem voru til sölu út um allan heim og fór að kaupa eina og eina. Dósirnar eru allstaðar að úr heiminum frá Evrópu, Kanada, Ástralíu, Bandaríkjunum og Asíu. �?g á nú um 60 neftóbaksdósir en innan um eru einnig pontur og horn. �?g reyni nú að vera ekkert að telja þær því konan mín er ekkert of hrifin af þessari söfnunaráráttu hjá mér�?, segir Pjetur.
Dósirnar eru að jafnaði geymdar á heimili Pjeturs og hafa ekki fyrr verið til sýnis almenningi. Flestum dósanna fylgir einhver saga og á sumar er áletrað nafn fyrri eigenda, ártal og tilefni þess að þær voru gefnar. �?�?etta eiga allt að vera samkvæmt lýsingum tóbaksdósir en mig grunar að örfáar séu ætlaðar undir annað,�? segir Pjetur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst