Mikill fjöldi Eyjamanna hefur verið í Frakkalandi síðustu daga að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spreyta sig á EM. En liðið hefur spilað tvo leiki sem hafa skilað þeim tveim stigum og sitja þeir nú í öðru sæti í sínum riðli, sem verður að teljast glæsilegur árangur hjá litla Íslandi. Næsti leikur liðsins er á morgun klukkan 16.00 í París á móti Austurríki. Vinni Ísland leikinn eiga þeir stóran möguleika á að komast í 16. liða úrslit keppninnar. Við slógum á þráðinn á Eyjapeyjann �?laf Björgvin Jóhannesson og spurðum út í stemmninguna í Frakkalandi. ,,Við erum hérna sex Eyjapeyjar á leiðinni til Parísar eftir að hafa verið í Nice í fimm daga. Erum búnir að lenda í fullt af skemmtilegum atvikum vegna tafa á samgöngum en höfum ekkert verið að láta það hafa áhrif á stemmninguna. Stemmninginn á leiknum í Marseille var geggjuð en við misstum samt af fyrstu mínútum leiksins vegna tafa í öryggisleytinni á völlinn, en það bras gleymdist um leið og maður var kominn inn á völlinn. �?vílík stemmning! Veðrið er búið að vera alveg frábært hérna og margir hafa stoppað okkur hérna úti og flestir sem eru hlutlausir í keppninni halda með okkar mönnum. Við tókum eitt kvöld með stuðningsmönnum Svíþjóðar og sungum saman söngva þjóðanna og hápunkturinn það kvöld var án efa þegar við sungum öll saman til heiðurs Lars. Erum núna á leiðinni út í vél á leið til Parísar í enþá meiri stemmningu þar sem við munum hitta fullt af Eyjafólki og halda áfram að skemmta okkur. ÁFRAM ÍSLAND.”