Nú þegar rétt tæpar tvær vikur eru í fyrsta leik Íslands á EM í knattspyrnu ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Sigríðar Láru Garðarsdóttur, landsliðskonu og leikmann ÍBV. Sigríður Lára hefur verið að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu síðustu misseri og gert það með ágætum. Sigríður Lára hefur sömuleiðis verið lykilmaður í sterku liði ÍBV í sumar sem situr í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar ásamt því að vera komið í undanúrslit Borgunarbikarsins.
Hvernig var tilfinningin að sjá nafn þitt meðal leikmanna sem fara á EM? Er þetta æskudraumur að rætast? �??Jú, klárlega. �?að var frábær tilfinning að fá að vita að ég sé á leið á mitt fyrsta stórmót,�?? sagði Sigríður Lára sem fór rakleiðis á æfingu með landsliðinu daginn eftir sigurinn á Val. �??Undirbúningurinn byrjaði núna á mánudag, strax eftir síðasta leik í deildinni. �?að er mjög gott að fara inn í EM pásuna með sigur. Annars er stíf en mjög skemmtileg dagskrá framundan með landsliðinu í Reykjavík þar sem verður æft á fullu áður en við förum út til Hollands þann 14. júlí. �?etta er allt mjög spennandi og frábær upplifun að takast á við svona stórt verkefni.�??
Erum með sterka liðsheild
Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn sterku liði Frakka 18. júlí og síðan koma leikir gegn Sviss og Austurríki í kjölfarið. Hvernig metur þú möguleikana á að komast upp úr riðlinum? �?etta er mjög sterkur riðill en markmið liðsins er að komast upp úr riðlinum og ná verðlaunasæti. Við erum með sterka liðsheild og erum öll að stefna í sömu átt,�?? sagði Sigríður Lára.
Nokkrir fastamenn landsliðsins hafa meiðst í aðdraganda móts og munu vera fjarverandi á mótinu og segir Sigríður Lára það vissulega hafa áhrif. �??Auðvitað er það mikið áfall að missa lykilleikmenn fyrir svona stórmót, eins og til dæmis Margréti Láru og Elísu. En það kemur maður í mann stað, við erum með frábæran hóp og erum tilbúnar að leggja mikið á okkur.�??
Keppni eins og EM getur verið góður vettvangur fyrir leikmenn til þess að vekja athygli á sér meðal stærri liða í heiminum. Gætir þú hugsað þér að færa þig um set ef tækifæri gæfist eftir sumarið? �??�?g er fyrst og fremst að einbeita mér núna að EM og ÍBV. �?að kemur allt í ljós fyrr en síðar. En draumurinn er að fara út í atvinnumennsku,�?? sagði Sigríður Lára að endingu.