Vöfflur, sulta og rjómi á borðum í kaffitíma starfsfólks í fiskvinnslunni fyrr í vikunni. Gangurinn í starfseminni kallaði á að gera sérdagamun og það mæltist afskaplega vel fyrir. Við vöfflujárnin stóðu þrjú af skrifstofunni: sjálfur Binni framkvæmdastjóri, Lilja Björg Arngrímsdóttir og Helena Björk Þorsteinsdóttir.
Og eins og þar stendur: gleðibros, góður andi og ekki vöflur á nokkrum manni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst