Karl Gauti Hjaltason, stjórnarmaður, vill ekki gera mikið úr þessu, segir þetta spurningu um forgangsröð og stjórnin hafi ákveðið að leggja áherslu á unglingastarfið. Hann segir ekki upplausn í félaginu þó nokkrir karlar fari í fýlu.
Málið komst í hámæli í vikunni þegar skak.is greindi frá því að þeir Björn Ívar Karlsson, Rúnar Berg, og Einar K. Einarsson hefðu sagt sig úr Taflfélagi Vestmannaeyja í kjölfar ákvörðunar félagsins. Auk þess hefur danski stórmeistarinn Henrik Danielsen yfirgefið félagið og gengið í raðir Hauka.
�?Hinir hafa marghótað að hætta og þeir mega fara en við sjáum mikið eftir Birni Ívari og vonumst til þess að hann komi aftur þó síðar verði,�? sagði Karl Gauti.
Og hann segir af og frá að upplausn sé í félaginu. �?Auðvitað er gaman að vera í toppnum í fyrstu deild en það er einfaldlega of dýrt. Við erum með menn sem vilja tefla fyrir hönd félagsins án þess að taka greiðslu fyrir og þeir munu skipa A-sveit félagsins í framtíðinni.�?
Meira í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst