Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum fann illilega fyrir niðurskurði í löggæslumálum. Í nótt varð hann var við ferðir tveggja hettuklæddra manna í næsta nágrenni og eftir að hafa fylgst með þeim og spurt þá nánar út í ferðir þeirra, ákvað hann að réttast væri að hringja í Neyðarlínuna. Þar fékk hann hins vegar þau svör að engin væri á vakt í Eyjum.