Foknar girðingar og brotnar flaggstangir tóku á móti þeim 200 áhorfendum sem mættu á Hásteinsvöll í dag að horfa á ÍBV taka á móti Breiðablik í PepsiMax deild karla. Fyrir leik mátti áætla að ekki yrði boðið upp á neitt sérstaklega skemmtilegan fótboltaleik, enda hífandi rok, kalt og grenjandi rigning.
Leikmenn beggja liða reyndu hvað þeir gátu til að halda boltanum niðri en það reyndist á köflum erfitt. Breiðablik komst yfir á 22. mínútu með marki frá Höskuldi Gunnlaugssyni en Gary Martin jafnaði úr vítaspyrnu 8 mínútum síðar. Urðu það lokatölur leiksins. Heilt yfir var jafnræði með liðunum en hvorugt liðanna náði að skapa sér hættuleg færi.
Lokaumferðin verður leikin næsta laugardag og þá mætir ÍBV Stjörnunni í Garðabænum. Fyrir umferðina er Gary Martin næstmarkahæsti leikmaður mótsins.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst