Eyjamenn fóru illa að ráði sínu í kvöld gegn Leikni þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Eins og svo oft áður í sumar byrjaði ÍBV af miklum krafti á heimavelli og flestir á því að það væri nánast formsatriði að klára leikinn. En mörkin létu standa á sér þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Eyjamenn komust yfir með marki Bjarna Rúnars Einarssonar en Leiknismenn jöfnuðu úr vítaspyrnu eftir algjöran klaufagang í vörninni undir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var svo afspyrnuslakur af hálfu ÍBV. Sigurmark Leiknis kom úr heldur ódýrri vítaspyrnu og lokatölur 1:2 fyrir Leikni, sem vann þar með þriðja leik sinn í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst