Enn hægt að nálgast miða á Eyjatónleika í Hörpu
11. janúar, 2014
Enn er hægt að krækja sér í miða á tónleikana �?g þrái heimaslóð, sem haldnir verða í Hörpu 8. febrúar næstkomandi en þar verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Ástgeirs �?lafssonar, Ása í Bæ. Einnig verður saga �?jóðhátíðar Vestmannaeyja rifjuð upp, enda eru í ár 140 ár liðin frá því að fyrsta �?jóðhátíðin var haldin. Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og á www.harpa.is en einnig í síma 528-5050.
Fjöldi listamanna kemur að þessum gleðitónleikum. Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnars, Sigga Beinteins, Eyþór Ingi, Ingó, Kristján Gísla, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Alexander Jarl �?orsteinsson, Sunna Guðlaugsdóttir, Alma Rut og Ína Valgerður, ásamt Blítt og létt hópnum úr Eyjum og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn og hana skipa Birgir Nielsen �?órsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn �?órir �?lfarsson. Vegna anna getur Hreimur Heimisson ekki tekið þátt.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst