Enn hefur ekki tekist að fá dvalarleyfi fyrir nýjasta leikmann karlaliðs ÍBV í handbolta. Sá heitir Sergey Trotsenko, er 30 ára og leikur í stöðu hægri skyttu, stöðu sem ÍBV hefur gengið illa að leysa en hornamaðurinn Leifur Jóhannesson hefur m.a. spilað í stöðunni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á skrifstofu ÍBV er beðið eftir pappírum frá heimalandi Trotsenko, Úkraínu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst