En það mætti halda það, miðað við umfjöllunina um lundann á eyjamiðlunum. Ég er nú búinn að þræða fjöllin hérna á Heimaey síðustu 30 árin og verð að segja alveg eins og er, að þó að ég vissulega hafi áhyggjur af því að nýliðun á lunda geti brugðist í haust, þá ætla ég ekki að gefa mér það fyrirfram, enda er ég orðinn alltof reyndur lundakarl og hef það mikið álit á þeim svart/hvíta og ef við tökum t.d. mið af því, hvernig sumir (Bjarnareyingar) töluðu og létu eftir veiðisumarið ´97 og urðu síðan að éta það allt ofan í sig sumarið ´98, þá finnst mér hæpið að taka mark á því, hvernig sumir láta. En þetta skýrist í næsta mánuði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst