Gul veðurviðvörun fyrir Suðurland var sagt í fréttum ríkisfjölmiðilsins. Hún á ekki við í Vestmannaeyjum þessa stundina. Bjart og fallegt veður og snjórinn sem féll í nótt yfir öllu. Hann gæti haldist fram á morgundaginn en á þriðjudaginn fer að hlýna og dagana á eftir spáir austan átt og rigningu sem er kærkomin eftir þurrka og kulda síðustu vikna. Vorið gæti verið handa hornsins.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar eru horfur næstu daga þessar:
Á þriðjudag:
Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Dálítil él víða á landinu, en úrkomulaust að kalla á Vesturlandi. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag:
Austanátt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða slydda, en 15-20 og rigning syðst, úrkomusamast suðaustanlands. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning eða slydda með köflum en úrkomuminna vestantil. Hiti 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt með rigningu, einkum suðaustantil og mildu veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt, rigningu eða slyddu með köflum og lítið eitt kólnandi veður.
Spá gerð: 26.03.2023 07:42. Gildir til: 02.04.2023 12:00.
Muynd: Útsýni til Smáeyja úr Foldahrauninu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst