Alvarlegt bílsys varð á Akureyjarvegi í Landeyjunum aðfaranótt sunnudags þegar bíll, með sex manns um borð, endaði á hvolfi ofan í á við veginn. Fimm komust af sjálfsdáðum út úr bílnum en farþegar bílsins drógu þann sjötta út. Sá var hætt kominn enda með höfuðið um tíma ofan í ánni. Ökumaður bílsins náði þó að halda höfði hans upp úr vatninu, á meðan hinir hjálpuðust við að ná honum upp úr ánni. Þá komu fimm aðrir að slysinu og tóku við björgunaraðgerðum. Rétta er að taka fram að ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis.