Eru varmadælur, vindmyllur og lífdísill úr fitu framtíðin?
2. mars, 2012
Þessar vikurnar er unnið eftir svokallaðri orkustefnu hjá Vestmannaeyjabæ en farið var í mótun stefnunnar í kjölfarið af verkefni í kringum varmadælur. Frosti Gíslason, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Friðrik Björgvinsson, hjá Vestmannaeyjabæ segja að vel sé hægt að nýta orku betur í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar hafi verið eitt af fjórtán sveitarfélögum sem tilnefnd voru sem sem Orkusveitarfélag Norðurlanda en hafi reyndar ekki orðið fyrir valinu að þessu sinni. Það hafi hins vegar leitt af sér breytta hugsun í bænum.