Það má vel vera að ég sé ekki alltaf í takt við raunveruleikann, eflaust einhverjir sem taka heils hugar undir það en það breytir því ekki að agalega finnst mér óviðeigandi þegar fólk er að blanda saman stjórnarskránni og Evrópusambandinu. Sumir setja nánast samasem merki á milli þessara tveggja hluta. Hvað á það að þýða? Hef ekki nokkra trú á að ESB verði partur af stjórnarskránni sem sett verður saman. Hef nú meiri trú á stjórnlagaþinginu en að svo verði. Menn verða nú samt að gera ráð fyrir því, að mínu mati, að viðræður við önnur ríki eða ríkjasambönd um nánari tengsl/samstarf geti átt sér stað í framtíðinni.