Um helgina fer fram Samfés-hátíð í Laugardalshöll en Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á landinu. Samfés-hátíðin er tveggja daga hátíð ungmenna þar sem boðið verður upp á ball á föstudeginum og söngvakeppni á laugardeginum. Búist er við að milli fjögur og fimm þúsund ungmenni muni fjölmenna á hátíðina en á ballinu mun m.a. hljómsveitin Vangaveltur frá Vestmannaeyjum, leika fyrir dansi.