Sjöunda tölublaði Eyjafrétta þetta árið er dreift í dag og er að venju fjölbreytt að efni. Eðlilega fá fermingar framundan mikið pláss enda stór stund bæði hjá börnum og fjölskyldum þeirra.
Hörður í Þekkingarsetrinu heldur áfram í rauðátuverkefninu sem gæti orðið mikið ævintýri. Leikfélagið frumsýnir Rocky Horror á morgun og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.
Gunnar Heiðar og Einsi Kaldi vinna að athyglisverðri matarþróun í Vinnslustöðinni og við komumst að því að saltfiskur er ekki bara saltfiskur. Helgi Valdimarsson, sem verður 75 ára á árinu brá sér á loðnu eftir fimm ára hlé. Stelpurnar okkar í ÍBV eru komnar með tvo bikara af þremur og strákarnir á Dala Rafni studdu Krabbavörn með krobbamyndum á heimsmælikvarða.
Fótboltinn er að hefjast og er kynning á karlaliði ÍBV í Bestu deildinni sem heimsækir Val á útivelli á mánudaginn, 10. apríl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst