�??�?ví miður þarf að aflýsa áður boðaðri dagskrá í Sagnheimum, byggðasafni á sunnudaginn kl. 14-16 vegna veðurs og veðurspár. Egill Helgason, Guðmundur Andri Thorsson, Bubbi Morthens og Einar Gylfi Jónsson munu vera með dagskrána síðar og senda kveðju sína. Vonandi verður það sem fyrst,�?? segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss. �?að sannast því enn og aftur að þó kóngur vilji sigla mun byr ráða.
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, Egill Helgason fjölmiðlamaður og Bubbi Mortens tónlistarmaður ætluðu að láta gamminn geysa í frásögnum frá þeim löngu liðnu dögum þegar þeir ungir og óábyrgir menn dvöldu í Vestmannaeyjum. �?að er Eyjahjartað sem stendur fyrir komu þeirra þremenninganna en fram að þessu hafa það verið Eyjamenn sem rifjað hafa upp í fyrri dagskrám. Hefur Eyjahjartað svo sannarlega slegið í gegn og er ekki að efa að þegar Guðmundur Andri, Egill og Bubbi koma eiga þeir eftir að koma með nýjan og skemmtilegan vinkil á lífið í Vestmannaeyjum á síðustu öld. �?au sem standa að Eyjahjartanu eru Kári Bjarnason, Atli Ásmundsson, �?uríður Bernódusdóttir og Einar Gylfi Jónsson.
Vonast er til að hinir þrír fræknu mæti galvaskir seinna í haust. Allir unnu þeir um tíma í Ísfélaginu.