ÍBV fékk KR í heimsókn í Pepsi-deild kvenna í dag.
KR-ingar hafa verið í fallbaráttu í allt sumar en þær komu sér úr fallsæti með að vinna tvo leiki í röð, fyrir leikinn í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik sýndi ÍBV mátt sinn í seinni hálfleik með þrem mörkum.
Abigail Cottam kom þeim yfir eftir klukkutíma leik, áður en Cloe Lacasse bætti við, 13 mínútum fyrir leikslok.
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði svo síðasta markið alveg í lokin og var öruggur 3-0 sigur ÍBV staðreynd.
KR fór aftur í fallsæti við tapið, í bili hið minnsta. ÍBV er í 5. sæti deildarinnar.