Hin feykivinsælu Eyjakvöld halda sínu striki og í kvöld kl. 21.00 verður blásið til eins slíks á Kaffi Kró. Að þessu sinni verður Hljómsveitin Tríkót með hinn eina sanna Sæþór vídó, sérstakir gestir kvöldins. – Eyjakvöldin hafa verið haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og verður svo áfram, allavega til vors. Aðgangseyrir er 500 krónur.