Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Tryggvi Guðmundsson sáu til þess að íslenska karlalandsliðið sigraði Armena á Möltu í kvöld. Ísland lék þar í fjögurra landa móti en hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Auk þeirra Gunnars og Tryggva var Heimakletturinn Hermann Hreiðarsson á sínum stað í vörn Íslands og sjálfsagt verið fyrirliði liðsins í leiknum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst