Eyjamenn aftur á hættusvæðið eftir tap í Árbænum
6. ágúst, 2014
�?að ætlar að reynast þrautin þyngri fyrir ÍBV að komast upp úr fallbaráttunni. Eyjamenn, sem hafa verið að finna taktinn, sóttu Fylki heim í Árbæinn í sannkölluðum sex stiga leik. Bæði lið þurftu á þremur stigum að halda til að forðast botninn. Að lokum voru það Fylkismenn sem höfðu betur, 3:1, sömu lokatölur og í Eyjum. ÍBV fékk þar með á sig sex mörk gegn Fylki í sumar, tapaði báðum leikjunum sem er varla ásættanlegt. ÍBV hefur fengið á sig 24 mörk í sumar, fjórðung þeirra skoruðu Árbæingar.
Fylkismenn komust yfir á 25. mínútu og bættu svo við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Andri �?lafsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍBV eftir að hann gekk í raðir liðsins og hann lagaði stöðuna fyrir ÍBV á 80. mínútu en Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark 87. mínútu.
Með tapinu færðist ÍBV niður í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Fram er í 11. sæti, aðeins stigi á eftir ÍBV en �?ór er neðst, fjórum stigum á eftir ÍBV. Næsti leikur ÍBV er gegn FH á heimavelli næstkomandi sunnudag og ljóst að leikmenn ÍBV verða að sýna mun betri leik en í kvöld.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst