Landsnet tilkynnir um skerðingu á afhendingu raforku til Eyja
Vegna vinnu Landsnets við útskiptingu á spenni í Rimakoti verður skerðing á orkuafhendingu til Vestmannaeyja sunnudaginn 6. september milli klukkan 9 �?? 23. HS Veitur munu anna forgangsorku í Eyjum með keyrslu dísilstöðva. Eyjamenn eru vinsamlegast beðnir um að spara rafmagn eins og kostur er það hjálpar til við að halda kerfinu inni.
Upplýsingar um framgang verksins er hægt að nálgast á heimasíðu Landsnets