Veiðigjöld á hvern íbúa í Vestmannaeyjum er sextán sinnum hærri en í Reykjavík. �?etta kemur fram í frétt á vefnum
T24.is en þar er greint frá skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um skatttekjur ríkissjóðs en íbúar í Vestmannaeyjum greiða hæstu veiðigjöldin, þá íbúar á Höfn í Hornafirði og svo í Grindavík.
�??Árið 2012 námu veiðigjöld um 332 þúsundum króna á hvern íbúa í Vestmannaeyjum sem er nær 302 þúsund króna hækkun frá 2009. Hækkun veiðigjaldsins á hvern íbúa á Höfn í Hornafirði var 218 þúsund og í Grindavík nær 182 þúsund krónur,�?? segir jafnframt í fréttinni.
Í annarri frétt á sama vef segir jafnframt að íbúar í Vestmannaeyjum greiði mest í tekjuskatt samkvæmt sama svari fjármálarháðherra. �??Hver Eyjamaður greiddi að meðaltali liðlega 521 þúsund krónur í tekjuskatt til ríkisins árið 2012 sem er um 60% hækkun frá árinu 2009. Hver Garðbæingur greiddi liðlega 409 þúsund í tekjuskatt árið 2012 og í Fjarðarbyggð nam tekjuskattur á hvern íbúa um nær 507 þúsund krónum. Seltjarnarnes er í fjórða sæti þegar kemur að tekjuskatti á hvern íbúa,�?? segir í fréttinni.
�?á er bara spurning, hversu mikið af þessum fjármunum skilar sér til baka?