Á vefsíðunni skak.is kemur fram að þeir Björn Ívar Karlsson (2197), Rúnar Berg (2148) og Einar K. Einarsson (2075) hafi allir ákveðið að segja sig úr Taflfélagi Vestmannaeyja í kjölfar ákvörðunar félagsins og staðfesta þeir það allir á spjallsvæði www.skak.is. Auk þess hefur danski stórmeistarinn Henrik Danielsen yfirgefið félagið og gengið í raðir Hauka.
TV mun hins vegar senda áfram aðrar sveitir í Íslandsmótið en B-sveit félagsins er í 3. deild og verður nú A-sveit TV.
�?á fara nokkrir spjallverjar á www.skak.is fram á refsingu til handa Taflfélagi Vestmannaeyja og vilja dæma allar sveitir félagsins í 4. deild en óvíst er hvort af því verður.
Ekki náðist í forráðamenn Taflfélags Vestmannaeyja þar sem þeir eru á leið með barnaskólasveit Grunnskóla Vestmannaeyja til Búlgaríu á Evrópumót skólasveita. Fyrrum formaður TV, Magnús Matthíasson vildi ekkert tjá sig um málið enda hefði ný stjórn tekið ákvörðun um að draga sveitina úr keppni en Magnús hætti fyrr í mánuðinum sem formaður þar sem hann flytur frá Vestmannaeyjum í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst