ÍBV steinlá fyrir ÍA á heimavelli á laugardaginn þegar liðin mættust í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla en lokastaða var 1:4.
Arnar Már Guðjónsson kom gestunum á bragðið með góðu marki skömmu fyrir leikhlé er hann smellti boltanum viðstöðulaust á lofti í markið, óverjandi fyrir Halldór Pál Geirsson í marki heimamanna. �?órður �?orsteinn �?órðarson tvöfaldaði síðan forystuna snemma í seinni hálfleik beint úr aukaspyrnu og aftur kom Halldór engum vörnum við.
En skömmu seinna minnkaði Pablo Punyed muninn niður í eitt mark, einnig með aukaspyrnu, og leikurinn opinn upp á gátt. Á 80. mínútu leiksins fékk Hafsteinn Briem, miðvörður Eyjamanna, rautt spjald fyrir brot innan teigs og víti dæmt en þetta þýðir að Hafsteinn verður í leikbanni gegn Val og KR. Halldór Páll gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði slaka spyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar sem steig á punktinn fyrir Skagamenn. Tryggvi Hrafn var þó ekki lengi að bæta upp fyrir vítið sem fór forgörðum en hann og Albert Hafsteinsson gerðu sitt markið hvor undir lok leiks og niðurstaðan 1:4 tap og Skagamenn með sín fyrstu stig á leiktíðinni.
Að vanda var Kristján Guðmundsson, þjálfari Eyjamanna, til í smá spjall þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans á mánudag. �?ið eruð að spila ágætlega þó úrslitin í lokin sýni annað. Var þetta bara einn af þessum dögum? �??Já, það er kannski hægt að segja það en samt er málið að þegar við eigum skotfæri þá eru þau of slök en þegar Skagamenn fengu færi þá hittu þeir alltaf á markið. Við spilum ágætlega úti á vellinum því Skaginn bakkaði en okkur tókst bara að komast í hálffæri,�?? sagði Kristján um vandamál liðsins fyrir framan markið.
Ljóst er að Hafsteinn Briem missir af leikjunum gegn KR og Val í deildinni en hann missti einnig af leiknum gegn Stjörnunni sem endaði 5:0 sökum leikbanns. �?að hlýtur að vera slæmt að missa svo sterkan leikmann í þessum leikjum? �??�?að skiptir í raun ekki máli hvaða leikmaður fer í bann eða á móti hvaða liðum, það er alltaf vont að missa mann í tveggja leikja bann,�?? sagði Kristján
Fjölnir í bikarnum á miðvikudaginn, verður þetta ekki bara hörkuleikur? �??Jú jú, þetta verður hörkuleikur. �?að verður líklega rok og rigning eins og í fyrstu umferðinni en við eigum eftir að sjá hvernig það þróast, ég vona allavega að við hittum ramman þegar við komumst í færi,�?? sagði Kristján að lokum.