Eyjamenn héldu sér á mottunni í síðustu viku
16. desember, 2013
Síðasta vika var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanalífið gekk sinn vana gang um helgina en þó var eitthvað um pústra í kringum öldurhús bæjarins án þess þó að kærur liggi fyrir. Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefnia við akstur. �?á liggja fyrir eftir vikuna, fjórar kærur vegna ólöglegra lagninga ökutækja. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst