ÍBV og Víkingur R. mættust í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla á sunnudaginn þar sem Eyjamenn fóru með sigur af hólmi, 1:2.
ÍBV lenti undir eftir 24. mínútna leik en þar var að verki Ivica Jovanovic. Alvaro Montejo Calleja, framherji ÍBV, jafnaði hins vegar metin eftir 36 mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik.
Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og voru færi á báða bóga. �?að var hins vegar Arnór Gauti Ragnarsson sem innsiglaði sigur Eyjamanna með marki undir lok leiks og tryggði farseðilinn í undanúrslitin en hann hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu. Gunnar Heiðar �?orvaldsson, sem hafði einnig komið inn á sem varamaður, laumaði boltanum skemmtilega inn á Arnór Gauta sem kláraði færi sitt með föstu skoti upp í þaknetið og þar með voru úrslitin ráðin.
Í undanúrslitum fara Eyjamenn í Garðabæ þar sem þeir mæta Stjörnunni en í hinum leiknum mætast FH og Leiknir R. í Hafnarfirði. Leikirnir fara fram dagana 27. og 28. júlí.