ÍBV lagði Hauka að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla sem fram fór í kvöld, lokatölur 24:22.
�?að voru heimamenn í ÍBV sem tóku frumkvæðið í leiknum og héldu Hauka-liðinu frá sér með naumri forystu til að byrja með. �?egar flautað var til hálfleiks var munurinn hins vegar fjögur mörk og hefði hæglega getað verið meiri.
�?egar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Haukar búnir að jafna metin eftir slæman kafla hjá ÍBV, staðan 15:15. Eftir átta mínútur án marks tókst Sigurbergi Sveinssyni loks að finna leiðina fram hjá Björgvini Páli Gústavssyni í marki Hauka en hann og kollegi hans í marki Eyjamanna áttu báðir stórleik í kvöld. �?egar rúmar tíu mínutur voru til leiksloka voru Haukar búnir að ná foyrustunni í fyrsta skiptið í leiknum. Liðsmenn ÍBV sýndu þá mikinn karakter og náðu að brjóta Haukana á bak aftur og knýja fram tveggja marka sigur.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 19 skot í markinu.
Myndir – �?skar Pétur Friðriksson