Karlalið ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins með sigri á FH í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 27:30 en Eyjamenn voru undir allan fyrri hálfleik og í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 18:14. En eins og svo oft áður, lék ÍBV betur í síðari hálfleik og tryggði sér svo sigurinn með góðum lokaspretti. Norski markvörðurinn Henrik Eidsvaag kom inn á um miðjann fyrri hálfleikinn og varði 17 skot í kvöld. �?á skoraði Agnar Smári Jónsson 10 mörk og Róbert Aron Hostert 9.
Eins og áður sagði hefur ÍBV tryggt sér sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Fjögur efstu liðin komast þangað en ÍBV er í öðru sæti deildarinnar, með 24 stig. ÍR er í fimmta sæti með 16 stig en fjórum umferðum er ólokið í deildarkeppninni. �?etta þýðir að ÍR getur aðeins jafnað ÍBV að stigum en það dugir ekki til, því ÍBV hefur betur í innbyrðis viðureignum liðanna, hefur unnið báða leikina til þessa og yrði því alltaf fyrir ofan ÍR, samkvæmt þeim útskýringum sem Eyjafréttir hafa fengið hjá HSÍ í vetur. Ef það reynist ekki rétt, þá á ÍBV eftir að mæta ÍR á útivelli og auk þess neðsta liðinu, HK á heimavelli.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 10, Róbert Aron Hostert 9, Magnús Stefánsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3/1, Andri Heimir Friðriksson 3, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Henrik Eidsvaag 17, Kolbeinn A. Ingibjargarson 4/1.