Eyjamenn tóku á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli í dag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Eyjamenn komust yfir með marki frá Sito í upphafi leiks en á 12 mínútu skoraði fyrrum leikmaður ÍBV, Gary Martin, mark beint úr aukaspyrnu og jafnaði leikinn. Sito skoraði sitt annað mark á 27 mínútu og kom Eyjamönnum í 2-1. Eyjamenn höfðu svo tækifæri að komast í 3-1, en markvörður Selfyssinga varði vítaspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og staðan 2-1 í hálfleik.
Selfyssingar byrjuðu betur í seinni hálfleik og á 50. mínútu skoraði Aron Einarsson stórglæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Eyjamenn sóttu í sig veðrið og á 72. mínútu skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark af stuttu færi og staðan orðin 3-2 ÍBV í vil og urðu það lokatölur leiksins. ÍBV situr því enn í öðru sæti deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst