ÍBV og Víkingur R. mættust í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag þar sem heimamenn höfðu betur 1:0. Sterk austanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir í dag en liðið sem var á móti vindi átti oft og tíðum í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram á völlinn. �?að kom þó ekki í veg fyrir að Álvaro Montejo náði að skila boltanum í netið eftir um 15. mínútna leik eftir undirbúning Sigurðar Grétars Benónýssonar.
Með sigrinum komust Eyjamenn upp fyrir Víking R. og eru í 8. sætinu með fjögur stig.