Eyjamenn fengu öll verðlaunin sem veitt voru í 1. deildinni fyrir utan ein verðlaun. Besti leikmaðurinn í 1. deild var valinn Sigurður Bragason og kom það fáum á óvart enda átti Sigurður einstaklega gott tímabil, líklega hans besta á ferlinum. Hann var jafnframt valinn besti sóknarmaðurinn í deildinni og gamla brýnið, Erlingur Richardsson var valinn besti varnarmaðurinn. �?á var Jóhann Ingi Guðmundsson valinn besti markvörðurinn og að lokum var Gintaras Savukynas valinn besti þjálfarinn. Einu verðlaunin sem ekki komu í hlut ÍBV var valið á efnilegasta leikmanninum en þau fékk Aron Pálmason í FH. �?ess má svo til gamans geta að Eyjahljómsveitin Dans á Rósum lék fyrir dansi en sá sem plokkar bassann í hljómsveitinni er varaformaður handknattleiksdeildar ÍBV, Viktor Ragnarsson.
ÍBV endaði í öðru sæti 1. deildar í vetur og leikur í úrvalsdeild að ári ásamt Aftureldingu, sem endaði í efsta sæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst