Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en Eyjamenn náðu þó um tíma tveggja marka forystu. Gestirnir sneru leiknum þó við áður en fyrri hálfleikur var úti og náðu tveggja marka forystu 11:13 áður en flautað var til hálfleiks.
Gestirnir héldu áfram að auka forskotið í upphafi síðari háflleiks og komust m.a. fjórum mörkum yfir 13:17 en þá tóku Eyjamenn loksins við sér og minnkuðu muninn í eitt mark 16:17. Lengra komust þeir þó ekki því aftur dró í sundur með liðunum og munaði lengst af tveimur til þremur mörkum. Sigurður Bragason jafnaði fyrir ÍBV þegar fjórar mínútur voru eftir og Grétar Eyþórsson bætti svo um betur og kom ÍBV yfir 24:23 úr hraðaupphlaupi þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir. Leifur Jóhannesson innsiglaði svo sigurinn í næstu sókn en síðasta orðið átti fyrirliðinn Sigurður Bragason sem skoraði lokamark leiksins en þá höfðu Eyjamenn skorað fimm síðustu mörk leiksins.
Eyjamenn tefldu fram nýjum leikmanni, Litháanum Remigijus Cepulis, rétthent skytta sem lék með HK á síðasta tímabili og skoraði 107 mörk í 24 leikjum. Cepulis virkar öflugur en á eftir að komast í betra form enda nýtti hann dauðafærin ekki nógu vel og segja sérfróðir menn að hann eigi eftir að komast í skotform.
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 11, Grétar �?ór Eyþórsson 5, Remigijus Cepulis 5, Leifur Jóhannesson 3, Erlingur Richardsson 1, Sigþór Friðriksson 1.
Varin skot: Jóhann Ingi Guðmundsson 12.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst