Eyjamenn úr leik
25. apríl, 2024
DSC_0431
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Eyjar.net/ÓPF

Grindvíkingar slógu ÍBV út úr Mjólkurbikarnum á Hásteinsvelli í dag. ÍBV komst yfir í leiknum með marki frá Alex Frey Hilmarssyni á 13. mínútu, en gestirnir jöfnuðu á 29. mín­útu með marki frá Eric Vales, sem var síðan rekinn af velli á 42. mínútu.

Grindvíkingar léku því manni færri það sem eftir lifði leiks en það kom ekki að sök því þeir tryggðu sér sigurinn á lokamínútum leiksins. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV varði þá vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi að lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum.

Eyjamenn geta því einbeitt sér að Lengjudeildinni sem hefst 1. maí. ÍBV leikur sinn fyrsta leik í deildinni þann 4. maí, en þá mæta þeir Dalvík/Reyni á útivelli.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst