Eyjamenn á toppinn
13. júní, 2010
Eyjamenn lögðu Fylki að velli í kaflaskiptum leik á Hásteinsvellinum í dag. Fyrri hálfleikur var einn rólegasti hálfleikur sem boðið hefur verið upp á í Íslandsmótinu í sumar en fyrsta marktilraunin kom á 20. mínútu og fyrsta hornspyrnan mínútu fyrr. Liðunum tókst ekki að skora í fyrri hálfleik enda voru marktækifærin fá en leikurinn breyttist svo um munaði í síðari hálfleik og Eyjamenn voru sterkari, sérstaklega eftir að þeir urðu manni færri á 59. mínútu. Sigurmarkið kom tíu mínútum síðar þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði laglegt mark og lokatölur 1:0.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst