ÍBV var ekki í nokkrum vandræðum með Fjölni þegar liðin áttust við í Eyjum í dag. Fjölnir er í neðsta sæti 1. deildarinnar og hefur ekki unnið leik, á meðan ÍBV er í efsta sæti og með fullt hús stiga. Eyjamönnum dugði að spila á hálfum hraða í dag til að innbyrða sannfærandi sigur. Lokatölur urðu 31:19 fyrir ÍBV eftir að staðan í hálfleik var 19:11.