Það verður seint sagt að Eyjamenn hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar nú í hádeginu. Eyjamenn fengu útileik og það gegn Val en stutt er síðan að Eyjamenn fóru með sigur af hólmi á Vodafonevelli Valsmanna í Íslandsmótinu. Reyndar er huggun harmi gegn að völlurinn verður vara heimavöllur hjá ÍBV í ár því liðið mun leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni á vellinum.